OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í
Einsöngsdeild • Óperudeild • Unglingadeild • Barnadeild
Fjöldi nemenda hefur stigið beint á óperusvið meðan á námi stendur eða að lokinni útskrift, sem einsöngvarar eða í kór Íslensku óperunnar eða á erlendum óperuhátíðum.
Söngskóli Sigurðar Demetz býður upp á úrval kennara með áralanga reynslu af vinnu á óperu- og tónleikasviði og margir þeirra eru enn virkir á sviði hérlendis sem erlendis.
Nemendur hafa náð góðum árangri í inntökuprófum við leiklistardeildir í háskólum, bæði hér á Íslandi og erlendis. Söngnámið okkar byggir á ræktun sambandsins milli tónlistar og sterkrar leikrænnar túlkunnar.
Nám í sígildum söng sem skiptist í grunnstig, miðstig og framhaldsstig og skiptist í einkatíma og samsöngstíma. Áhersla er lögð á söngtækni, tónlistarþjálfun, tónlistarstíl og túlkun. Einsöngsdeild býður þjálfun fyrir söngvara til að beita fyrir sér ólíkum stíltegundum í söng og þeim er kynntur ljóðasöngur og óperusöngur.
Nemendur sem komnir eru vel á veg í námi fá kennslu í óperutónlist og leiklist. Áhersla er lögð á að undirbúa söngvarana fyrir sviðsvinnu og kenndur er framburður á helstu tungumálum óperubókmenntanna. Kappkostað er að miðla grunnkunnáttu fyrir atvinnumennsku í óperusöng með þátttöku á sviðsentingu óperuverka.
Nemendum á aldrinum 12-16 ára kennd grundvallaratriði í söngtækni og túlkun og veittur undirbúningur fyrir grunnnám í sígildum söng. Um jól og að vori taka nemendur þátt í tónleikahaldi
Nemendur sem hafa áhuga á söngleikjaforminu fá þjálfun í söng í einkatímum og hóptímum ásamt leiklistarkennslu. Að vori taka þeir síðan þátt í sviðsetningu söngleiks með hljómsveit.
Deildin er tilvalin fyrir kórfólk eða þá sem vilja reyna sig við söngnám en eru enn ekki reiðubúnir að leggja í fullt nám með tilheyrandi hliðarfögum eins og tónfræðigreinum.
Námið mitt við Söngskóla Sigurðar Demetz var frábært. Ég sótti söngtíma hjá Hönnu Dóru Sturludóttur sem hjálpuðu mér mikið og urðu vendipunkturinn í því að ég hélt á ný til Vínar í mastersnám. Námið er mjög metnaðarfullt og allir kennarar skólans eru með mikla reynslu á sviði sönglistar.
Eyrún Unnarsdóttir
Þakklætið sem ég ber í brjósti fyrir það uppeldi sem ég fékk í Söngskóla Sigurðar Demetz, hjá mörgum af fremstu söngvurum þjóðarinnar, er meir en svo að ég fái fært það í orð. Það hefur átt ómetanlegan þátt í að gera mig ekki einungis að betri söngvara, heldur einnig að betri manni.
Kristján Jóhannesson
Ég stundaði nám við Söngskóla Sigurðar Demetz frá 2006-2010 og fékk á þeim tíma tækifæri til að læra hjá færustu kennurum á Íslandi og syngja heil óperuhlutverk á sviði með hljómsveit, það var ómetanlegt. Ég hef hins vegar ekki getað slitið mig enn frá skólanum og þau fimm ár sem ég lærði í Vínarborg sótti ég regluglega þangað enda er andinn í skólanum einstaklega hlýr og skemmtilegur.
Lilja Guðmundsdóttir
Þegar ég hóf nám við Söngskóla Sigurðar Demetz, tók á móti mér einstaklega fært en jafnframt elskulegt fólk sem kenndi mér að umgangast listina með virðingu og auðmýkt. Það má eiginlega segja að þarna hafi ég hlotið mitt tónlistarlega uppeldi og ég hef búið að því vel síðan.
Elmar Gilbertsson
Í Söngskóla Sigurðar Demetz var ég svo lánsöm að vinna með frábærum kennurum sem hjálpuðu mér að móta röddina mína á náttúrulegan og áreynslulausan hátt. Þar að auki var reynslan við þátttöku í tónleikum og óperuuppfærslum mjög góður undirbúningur fyrir framhaldsnám erlendis.
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir
Söngskóli Sigurðar Dementz býr yfir reynslumiklum kennurum sem að þekkja vel nútímaheimsmynd söngvara og vinnuumhverfi þeirra. Skólinn hentaði mér mjög vel og bjó mig vel undir framhaldsnám erlendis og bý ég enn vel að því góða starfi sem þar fer fram í starfi mínu sem óperusöngvari.
Sveinn Dúa Hjörleifsson
Við notum vafrakökur samkvæmt Evrópulögum. This website uses cookies to improve your experience. We'll assume you're ok with this, but you can opt-out if you wish. Lestu meira