Láttu drauminn rætast og lærðu að syngja. Við bjóðum upp á ýmsar námsleiðir: Einsöngsdeild - Söngleikjadeild - Unglingadeild - Óperudeild - Stúdentsdeild (MS)
15705
home,page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-15705,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-title-hidden,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.7.2,vc_responsive

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í

SÖNGNÁM

Einsöngsdeild • Óperudeild • Unglingadeild • Barnadeild

Stígðu á sviðið

Fjöldi nemenda hefur stigið beint á óperusvið meðan á námi stendur eða að lokinni útskrift, sem einsöngvarar eða í kór Íslensku óperunnar eða á erlendum óperuhátíðum.

Kennarar úr faginu

Söngskóli Sigurðar Demetz býður upp á úrval kennara með áralanga reynslu af vinnu á óperu- og tónleikasviði og margir þeirra eru enn virkir á sviði hérlendis sem erlendis.

Leikræn túlkun

Nemendur hafa náð góðum árangri í inntökuprófum við leiklistardeildir í háskólum, bæði hér á Íslandi og erlendis. Söngnámið okkar byggir á ræktun sambandsins milli tónlistar og sterkrar leikrænnar túlkunnar.

Einsöngsdeild

Nám í sígildum söng sem skiptist í grunnstig, miðstig og framhaldsstig og skiptist í einkatíma og samsöngstíma. Áhersla er lögð á söngtækni, tónlistarþjálfun, tónlistarstíl og túlkun. Einsöngsdeild býður þjálfun fyrir söngvara til að beita fyrir sér ólíkum stíltegundum í söng og þeim er kynntur ljóðasöngur og óperusöngur.

Óperudeild

Nemendur sem komnir eru vel á veg í námi fá kennslu í óperutónlist og leiklist. Áhersla er lögð á að undirbúa söngvarana fyrir sviðsvinnu og kenndur er framburður á helstu tungumálum óperubókmenntanna. Kappkostað er að miðla grunnkunnáttu fyrir atvinnumennsku í óperusöng með þátttöku á sviðsentingu óperuverka.

Unglingadeild

Nemendum á aldrinum 12-16 ára kennd grundvallaratriði í söngtækni og túlkun og veittur undirbúningur fyrir grunnnám í sígildum söng. Um jól og að vori taka nemendur þátt í tónleikahaldi

Söngleikjadeild

Nemendur sem hafa áhuga á söngleikjaforminu fá þjálfun í söng í einkatímum og hóptímum ásamt leiklistarkennslu. Að vori taka þeir síðan þátt í sviðsetningu söngleiks með hljómsveit.

Áhugamannadeild

Deildin er tilvalin fyrir kórfólk eða þá sem vilja reyna sig við söngnám en eru enn ekki reiðubúnir að leggja í fullt nám með tilheyrandi hliðarfögum eins og tónfræðigreinum.

Opið er fyrir umsóknir í Söngskóla Sigurðar Demetz. Taktu fyrsta skrefið og sæktu um í dag.