Er ætluð nemendum á aldrinum 12 – 16 ára. Um er að ræða hálft grunnnám sem er ½ klukkustund í einkatíma á viku auk samsöngstíma með píanóleikara. Tónfræði eru 2 klukkustundir í viku hverri en auk þess koma nemendur fram á tónleikum um jól og á vortónleikum.
Markmið námsins er áreynslulaus og óþvinguð raddbeiting, tjáning og góð líkamsbeiting en Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir kennir.