Skólaslit 28. maí
18034
post-template-default,single,single-post,postid-18034,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Skólaslit 28. maí

Skólaslit 28. maí

Síðasti kennsludagur hjá okkur í Söngskóla Sigurðar Demetz í vetur verður  á morgun, föstudaginn 21. maí. Skólaslit verða viku síðar, föstudaginn 28. maí kl. 18 á sal skólans.

Það er búið að vera mikið um að vera hjá okkur í þessum lokamánuði enda margir að taka próf í okkar skóla eða öðrum. Þar bætist við lokaundirbúningur tónleika og sýninga hjá barnadeild, unglingadeild, óperudeildunum báðum og söngleikjadeild. Þar bætast svo við ýmsir útskriftartónleikar.

Það er undravert hve nemendur og kennarar hafa skilað góðri vinnu í vetur þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður. Ég er stoltur af ykkur öllum og hlakka til að sjá ykkur sem flest aftur í haust.

Það verður nokkuð erfitt að koma skólanum fjárhagslega í gegnum sumarið en allir útreikningar sýna að þetta muni hafast með góðum vilja. Við óskum eftir allri góðri hjálp í baráttu fyrir viðurkenningu vandans og að á honum finnist viðunandi lausn.

Þó skólanum verði slitið 28. maí halda tvær deildir áfram að starfa þar til undirbúningi sýninga er lokið. Óperudeild 2 sýnir óperettuna Nótt í Feneyjum eftir J. Strauss sunnudaginn 30. maí kl. 17 og 19.30 og Söngleikjadeild SSD frumsýnir söngleikinn Djúpt inn í skóg eftir S. Sondheim laugardaginn 5. júní kl. 20. Nánari upplýsingar er að finna hér á síðu skólans eða Facebook-síðu hans.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.