Skólasetning og nýr tónlistarsalur
18075
post-template-default,single,single-post,postid-18075,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Skólasetning og nýr tónlistarsalur

Skólasetning og nýr tónlistarsalur

Föstudaginn 27. ágúst verður Söngskóli Sigurðar Demetz settur í nýjum sal skólahúsnæðisins í Ármúla 44 en hann verður staðsettur á 2. hæð. Verið er  að innrétta salinn og ljóst að ekki verður allt tilbúið á föstudag en engu að síður er ætlunin að skólasetningin fari þar fram.

Ekki er það að ástæðulausu að við í SSD förum út í að bæta tónleikaaðstöðu okkar á þessum tímapunkti. Vissulega gæti fjárhagsleg staða skólans verið betri til að takast á við þetta verkefni en að baki ákvörðuninni liggja áhyggjur okkar af þrengslunum sem við höfum lifað við í heimsfaraldrinum.  2. hæð skólans hefur verið tóm um nokkurt skeið um leið höfum við þurft að kenna hópum í hliðargreinum  í umtalsverðum þrengslum. Nú verður mögulegt að skipta þeim sal sem við höfum haft síðustu árin í tvö stór kennslurými fyrir hópkennsluna og mun það bæta mikið alla aðstöðu og ekki síður möguleika á að halda nauðsynlegri fjarlægð milli nemenda.

Nýi salurinn verður einnig talsvert stærri en sá gamli, hærra til lofts og lögun salarins mjög hentug til að koma fólki fyrir. Þannig verður auðveldara en áður fyrir okkur að koma fyrir fleiri áheyrendum en áður en gæði salarins verða einnig meiri varðandi útlit og hljómburð og því væntum við þess að geta mætt þessum aukna kostnaði með útleigu á salnum til tónleikahalds og æfinga.  Við erum þeirrar skoðunar að þessar úrbætur á aðstöðunni hér í Ármúla 44 verði okkur öllum til mikillar gæfu og að nemendur muni hagnast verulega af þeim.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.