Söngskóli Sigurðar Demetz | Óperudeild
15803
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-15803,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-9.1.3,wpb-js-composer js-comp-ver-4.11.1,vc_responsive
 

Óperudeild

Óperudeild: Veturinn 2016 – 2017

Nemendum í framhaldsstigi gefst kostur á að taka þátt í óperudeild. Deildin setur að jafnaði upp tvö verkefni á hverjum vetri og er fyrra verkefnið yfirleitt sýnt í Iðnó stuttu eftir áramót. Valið er í sýninguna og gjarnan skipta tveir eða fleiri söngvarar með sér hlutverkum en síðustu ár hefur heil ópera verið sviðsett. Síðari sýningin er smærri í sniðum og er gjarnan samansett úr senum í óperum og sýnd í húsnæði skólans.