Kristján Jóhannesson með masterklass í Söngskóla Sigurðar Demetz
18138
post-template-default,single,single-post,postid-18138,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Kristján Jóhannesson með masterklass í Söngskóla Sigurðar Demetz

Kristján Jóhannesson með masterklass í Söngskóla Sigurðar Demetz

Það er okkur í SSD mikilvægt að fylgjast með söngferlum og halda góðu sambandi við okkar gömlu nemendur. Í þeim tilgangi er sérlega ánægjulegt þegar við fáum þessa skjólstæðinga okkar í heimsókn. Það er því sérlega ánægjulegt að Kristján Jóhannesson verði næsti gestur okkur sem kennari á Masterklass, þriðjudaginn 5. apríl. kl. 18.

Kristján Jóhannesson hóf nám við Söngskóla Sigurðar Demetz árið 2008, kennarar hans þar voru Keith Reed, Kristján Jóhannsson og Diddú. Eftir bernskubrek við Íslensku Óperuna og með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt hann utan til frekara náms við Konservatoríið í Vínarborg, nú Musik und Kunst Privatuniversität, í ársbyrjun 2014. Meðfram náminu ytra tók Kristján þátt í uppfærslum á vegum Neue Oper Wien og Sumarakademíu Vínarfílharmóníunnar áður en hann var ráðinn til Theater an der Wien árið 2017. Hann hefur notið leiðsagnar listamanna á borð við Elly Ameling, Robert Holl, Thomas Hampson, Andreas Schmidt, Helmut Deutsch, Julius Drake, Roger Vignoles og Wolfram Rieger.

 

Kristján hlaut fastráðningu við Óperuhúsið í St. Gallen í Sviss haustið 2021 en einnig verður hann gestur óperuhátíðarinnar í Aix en Provence  á komandi sumri.

Meðleikar á masterklassinum verður Antonía Hevesi og er húsið opið fyrir alla áheyrendur sem hafa áhuga á að mæta.

 

Rétthafi myndar er Jos Schmid.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.