Söngskóli Sigurðar Demetz | Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
16268
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-16268,page-child,parent-pageid-15776,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-9.1.3,wpb-js-composer js-comp-ver-4.11.1,vc_responsive
 

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir

Starfsferill

Sigridur Ósk Kristjánsdóttir mezzo-sópran lauk söng- og píanókennaranámi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og óperudeild, Artist Diploma og meistaragráðu frá Royal College of Music í London.  Sigríður Ósk syngur reglulega í óperum, óratoíum og á ljóðatónleikum hérlendis og erlendis.

 Óperuhlutverk Sigríðar eru m.a. Nunna í Love and Other Demons eftir Peter Eötvös undir stjórn Vladimir Yurovsky (Glyndebourne Opera) í Jakob Lenz eftir Wolfang Rihm (English National Opera), Waltraute í Valkyrjunum (LidalNorth Norske Opera), Arcane í Teseo eftir Handel (English Touring Opera), Arbate í Mitridate eftir Mozart (Classical Opera Company), Tisbe í Öskubusku eftir Rossini (Iford Festival) Rosina í Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini, Þriðja dama í Töfraflautunni og Flora í La Traviata (Íslenska Óperan).

Sigríður Ósk hefur sungið í tónleikasölum eins og Royal Albert Hall, Kings place og Cadogan Hall í London en þar söng hún ásamt Dame Emma Kirkby en tónleikunum var útvarpað á Classic FM. Söng Sigríðar má heyra á geisladiski “Engel Lund’s Book of Folksongs” sem gefinn var út af Nimbus Records.  Sigríður er meðlimur í barokk-bandinu Symphonia Angelica þau komu m.a. fram á Listahátíð í Reykjavík 2016 og nýverið í Oslo Konserthus, Berwaldhallen, og Musiikkitalo á tónleikunum Concerto Grosso-Viking Barokk.  Sigríður söng í Klassíkinni Okkar með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2016 og 2017. Hún hélt einsöngstónleika fyrir Íslands hönd á opnun stærsta jólamarakaðar í Evrópu í Strasbourg Cathedra jólin 2017. Sigríður var tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna sem söngkona ársins árin 2016, 2017,2018 og 2021.