Söngskóli Sigurðar Demetz | Helga Laufey Finnbogadóttir
16268
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-16268,page-child,parent-pageid-15776,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-9.1.3,wpb-js-composer js-comp-ver-4.11.1,vc_responsive
 

Helga Laufey Finnbogadóttir

Starfsferill

Helga Laufey Finnbogadóttir lauk burtfararprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar og stundaði síðan framhaldsnám við Sweelinck tónlistarháskólann í Amsterdam, fyrst í klassískri tónlist en söðlaði yfir í jazzdeild skólans og útskrifaðist þaðan 1994.

Hún hefur starfað við marga tónlistarskóla sem undirleikari , m.a. við Söngskólann í Reykjavík, söngdeild Tónlistarskóla FÍH, Domus Vox, Tónskóla Sigursveins og Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz auk þess að kenna á píanó við Tónlistarskólann á Seltjarnarnesi. Hún hefur komið víða fram, utanlands og innan og tekið þátt í tónleikaröðum t.d. í Norræna húsinu, á Gljúfrasteini og Múlanum.