Söngskóli Sigurðar Demetz | Hanna Dóra Sturludóttir
16265
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-16265,page-child,parent-pageid-15776,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-9.1.3,wpb-js-composer js-comp-ver-4.11.1,vc_responsive
 

Hanna Dóra Sturludóttir

Starfsferill

Hanna Dóra Sturludóttir mezzó-sópran stundaði söngnám hjá Kristni Sigmundssyni og Snæbjörgu Snæbjarnar við Söngskólann í Reykjavík áður en hún hélt til framhaldsnáms í Listaháskólanum í Berlín. Kennarar hennar þar voru m.a. Dietrich Fischer-Dieskau og Aribert Reimann og útskrifaðist hún þaðan með viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Hanna Dóra hefur sungið við mörg helstu óperuhús Þýskalands, m.a. Komische Oper og Ríkisóperuna í Berlín.

Á meðal þeirra u.þ.b. 40 hlutverka sem hún hefur túlkað á ferlinum eru Greifynjan í Brúðkaupi Figarós, Cio Cio San í Madame Butterfly, Marie í Wozzek, Miss Jessel í Tökin hert og titilhlutverkið í Ariadne á Naxos sem hún söng í Íslensku óperunni 2007. Haustið 2010 söng hún „Miss Donnithorne´s Maggot“ eftir Peter Maxwell­ Davies í Ríkisóperunni í Berlín og fékk feikilega jákvæða umfjöllun. Hanna Dóra hefur komið fram á tónleikum um allt Þýskaland og víða í Evrópu og tónleikahald hefur m.a. borið hana til Qatar og Egyptalands. Undanfarin ár hefur hún tekið þátt í fjölmörgum uppfærslum óperusmiðjunnar Novoflot í Berlín, sem sérhæfir sig í frumflutningi á nýrri óperutónlist og flutt með þeim verk m.a. í Varsjá og Lúxemburg.

Sumarið 2012 var hún í aðalhlutverki í verkinu Wagnerin, sem hópurinn setti upp í samstarfi við Ríkisóperuna í München. Á Íslandi hefur hún auk þess að taka þátt í uppfærslum Íslensku óperunnar haldið fjölda ljóðatónleika og sungið Vínartónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Salon Islandus.

Hanna Dóra hefur þrisvar fengið tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna; fyrir flutning sinn á Wesendonck-ljóðaflokknum eftir Richard Wagner með Sinfóníuhljómsveit Íslands vorið 2012, fyrir titilhlutverkið í Carmen hjá Íslensku óperunni haustið 2013 og nú síðast fyrir hlutverk Eboli í Don Carlo en fyrir það hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins 2014.

English

Hanna Dóra Sturludóttir began her vocal studies in Reykjavík and continued at the University of Arts in Berlin, where she received her diploma „with distinction“. She was soon engaged to sing in opera houses in Bonn, Weimar, Kassel and Komische Oper Berlin.

Festival engagements have taken her to Festpiele Mecklenburg-Vorpommern, Schlossfestspiele Zwingenberg, Opernfestival Gut Immling, ArtArena in Switzerland, Schleswig-Holstein Musikfestival and Opernfestspiele München. Hanna Dóra ́s wide field of over 40 opera roles include Marie (Wozzeck), Cio Cio San (Madame Butterfly), Miss Jessel, (The Turn of the Screw) and the title role in Ariadne auf Naxos.

In recent years she has put a particular focus on contemporary music theatre. She has worked with the opera company Novoflot in Berlin on many occasions and performed with them in Warsaw, Luxemburg, Hamburger Staatsoper and Staatsoper München. She recieved excellent reviews for her performance in the one woman opera: Miss Donnithorne´s Maggot at the Staatsoper in Berlin.

As a regular and versatile guest, Hanna Dóra has worked with the Icelandic Symphonic Orchestra on various occasions. She has recieved the nomination for the Icelandic music awards for both her performance of the Wesendonck-Songs from Richard Wagner and her interpertation as Carmen at the Icelandic Opera, 2013. She was nominated again in 2014 and recieved the award for her role as Eboli in Verdis „Don Carlo“.

Most recently she has been performing at the Gelsenkirchen „Theater am Revier“ in a new production of „Die Passagierin“ in which she sung the lead role of Lisa. Concerts and Recitals are also on Hanna Dora’s schedule in the near future.