Söngskóli Sigurðar Demetz | Dóra Reyndal
16261
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-16261,page-child,parent-pageid-15776,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-9.1.3,wpb-js-composer js-comp-ver-4.11.1,vc_responsive
 

Dóra Reyndal

Starfsferill

Dóra Reyndal lauk leiklistarprófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1958. Hún flutti til Þýskalands 1959 og bjó þar til 1969. Hún stundaði nám við óperudeild Tónlistarskólans í Bremen í 3 ár.

Dóra útskrifaðist með kennarapróf frá Associated Board of the Royal Schools of Music, London, sem tekið er við Söngskólann í Reykjavík 1980 og hefur kennt þar síðan. Hún hefur einnig kennt sem lektor og stundakennari í söng við Kennaraháskóla Íslands í 20 ár.

Dóra hélt sumarnámskeið í Svarfaðardal nokkur sumur fyrir söngvara með Dario Valiengo frá Mozarteum, Salzburg. Einnig hefur hún haldið marga einsöngstónleika og sótt fjölda námskeiða m.a. í Wien hjá Hans Hotter og fleirum en þar að auki söng- og kennaranámskeið fyrir Norðurlandabúa hjá Oren Brown, sem var kennari við Juilliard skólann í New York.

Hún sótti einnig námskeið Í Nice í S. Frakklandi (Academie International d´Eté, Nice hjá Dalton Baldwin og Lorraine Nubar, sem kennir við Juilliard N.Y. Var síðan ráðin aðstoðarkennari hjá Nubar í Nice og starfaði þar um 10 ára skeið. Dóra Reyndal starfar nú sem söngkennari við Söngskóla Sigurðar Demetz.