Antonía Hevesi
16311
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-16311,page-child,parent-pageid-15776,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.5,vc_responsive
 

Antonía Hevesi

Starfsferill

Antonía Hevesi er fædd í Ungverjalandi og útskrifaðist úr F. Liszt-tónlistarakademíunni í Búdapest með M.A.-gráðu í kórstjórn og sem framhaldsskólakennari í söng og hljómfræði.  Frá árinu 1990 stundaði hún orgelnám við Tónlistarháskólann í Graz hjá Otto Bruckner.

Antonía fluttist til Íslands árið 1992. Hún hefur haldið fjölda tónleika sem orgelleikari og píanómeðleikari víðsvegar um Evrópu og í Kanada. Hún hefur tekið þátt í meistaranámskeiðum, í píanóundirleik hjá Dalton Baldwin og í söng hjá Lorraine Nubar og Oliveru Miljakovic og spilað inn á geisladiska. Frá því í ágúst 2002 hefur Antonía verið listrænn stjórnandi og píanóleikari hádegistónleikaraðar Hafnarborgar.

Antonía starfar nú sem orgel- og píanómeðleikari á Íslandi og æfingapíanisti við Íslensku óperuna. Þar hefur  hún tekið þátt í uppsetningum m.a. á Brúðkaupi Fígarós, Brottnáminu úr kvennabúrinu, Öskubusku, Toscu, Cavalleria rusticana, The Rake’s Progress, Ariadne auf Naxos, Skuggaleik eftir Karolínu Eríksdóttur, La traviata, Cosí fan tutte og Cavalleria Rusticana og Pagliacci.

English

Antonía Hevesi was born in Hungary and graduated with MA degree as a choir conductor 1988 from Liszt’s Ferenc Academy of Music in Budapest where she also received Highschool diploma as song- and acoustics instructor.  She also studied organ music in Music University in Graz in Austria (Hochschule fur Musik und darstellende Kunst in Graz) with org. Prof. Otto Bruckner.

Since 1992, Antonía has lived in Iceland. In 1998 she produced and published a orgelnotebook „24 pieces for organmusic“.

Antonía has held many concerts in Hungary, Austria, Sweden, Finnland, France, Spain, Germany, Canada and Gt. Britain. In Iceland she is sought after as a concert pianist as well as a pianist for singers and choirs recording for CD’s.

She participated in masterclass song- and piano seminars with Olivera Miljakovic and in “Académie Inernationale d’Eté de Nice”, in France with Lorraine Nubar and Dalton Baldwin.

From August 2002 she is an artistic director and pianist at the noon-concert‘s in Hafnarborg Hafnarfjörður every month.  Currently Antonía is the pianist and coach at Sigurdur Demetz´ Academy of Singing.