Söngskóli Sigurðar Demetz | Jón Þorsteinsson til Söngskóla Sigurðar Demetz
18173
post-template-default,single,single-post,postid-18173,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-9.1.3,wpb-js-composer js-comp-ver-4.11.1,vc_responsive

Jón Þorsteinsson til Söngskóla Sigurðar Demetz

11 júl Jón Þorsteinsson til Söngskóla Sigurðar Demetz

Jón Þorsteinsson verður í kennarahópi Söngskóla Sigurðar Demetz í haust. Það er okkur í skólanum mikið gleðiefni að fá Jón til starfa enda einn virtasti og vinsælasti söngkennari þjóðarinnar.

Jón  hefur haldið masterklassa hjá okkur í skólanum síðustu ár en hann hóf  tónlistarnám sitt ungur að árum hjá Magnúsi Magnússyni í Tónskóla Ólafsfjarðar. Hann stundaði seinna nám hjá Marit Isene við Tónlistarháskólann í Osló í Noregi, við Det Jydske Musikkonservatorium í Árósum og hjá Arigo Pola í Modena á Ítalíu. Hann kom víða fram sem einsöngvari sem og kórsöngvari í útvarps- og óperukórum. Jón hefur starfað í Hollandi frá 1980 og söng hann meðal annars yfir 40 hlutverk á þeim tíma hjá Hollensku ríkisóperunni sem og víðs vegar við óratoríu- og ljóðaflutning. Einnig var hann meðlimur í Óperustúdíói Hollensku ríkisóperunnar frá 1982 til 1985. Jón naut leiðsagnar hollensku söngkonunnar Aafje Heynis frá 1986-1995 og byrjaði sjálfur að kenna upp úr 1982. Frá 1993 hefur hann einbeitt sér að söngkennslu, raddþjálfun og kennslufræði og frá 2008 hefur hann starfað sem prófessor í söng við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Á árunum 1998 til 2003 og frá 2008 til 2010 stundaði Jón nám við Lichtenberg Institut für angewandte Stimmphysiologie. Hann hefur haldið masterklassa frá 1985 á Íslandi, í Hollandi, Þýskalandi, Danmörku, Bandaríkjunum og Belgíu. Hann kenndi auk þess um nokkurra ára skeið við Jette Parker Young Artist Program við Royal Opera House, Covent Garden í Lundúnum.

Við í Söngskóla Sigurðar Demetz bjóðum Jón Þorsteinsson velkominn til okkar í skólann og hlökkum til samstarfsins næsta vetur.

Engar athugasemdir

Lokað er fyrir innlegg að svo stöddu.