Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
16281
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-16281,page-child,parent-pageid-15776,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.5,vc_responsive
 

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Starfsferill

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir stundaði söngnám hjá Rut Magnússon í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá prófessor Lauru Sarti í Guildhall School of Music and Drama í London, en þar hlaut hún meistaragráðu í söng og lauk óperudeild skólans. Hún hefur komið fram á tónleikum vítt og breitt um Evrópu og í Suður-Ameríku, í tónleikasölum svo sem Henry le Boeuf Hall í Bozar í Brussel, Auditorio Nacional de Música og Teatro Real í Madrid, Glinka-sal Fílharmóníunnar í St. Pétursborg, Coliseo í Buenos Aires og Royal Festival Hall í London.

Hún hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput, Sonor Ensemble, Sinfóníuhljómsveit Madrídar, St Petersburg State Symphony Orchestra og Philharmonia Orchestra í London, svo dæmi séu tekin. Guðrún hefur sungið í óperum á Spáni, Bretlandi og Íslandi, hlutverk eins og Öskubusku, Dorabellu, Rosinu, Romeo, Prins Orlowsky, Sesto, Tónskáldið og titilhlutverkið í Stígvélaða kettinum eftir Montsalvatge í Konunglega óperuhúsinu í Madríd. Guðrún hefur frumflutt fjölmörg tónverk eftir íslensk og erlend tónskáld, sem sum hver hafa verið samin sérstaklega fyrir hana. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun í alþjóðlegum söngkeppnum, svo sem Kathleen Ferrier ljóðasöngsverðlaunin í Wigmore Hall í London og Joaquín Rodrigo verðlaunin í Madríd og hlotið Starfslaun listamanna í eitt ár í tvígang. Guðrún hefur sungið inn á geisladiskana: Mitt er þitt – íslensk og spænsk sönglög, Grieg-Schumann, Apocrypha sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin, Iepo Oneipo – Heilagur Draumur sem hlaut  viðurkenninguna Editor´s Choice hjá Gramophone Magazine, Grannmetislög, Barn er oss fætt, Sigvaldi Kaldalóns: Ég lít í anda liðna tíð og English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri.

Guðrún söng hlutverk Ingibjargar í Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson hjá Íslensku óperunni árið 2014.