Söngskóli Sigurðar Demetz | Inntökupróf í Söngskóla Sigurðar Demetz 26. maí
16699
post-template-default,single,single-post,postid-16699,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-9.1.3,wpb-js-composer js-comp-ver-4.11.1,vc_responsive

Inntökupróf í Söngskóla Sigurðar Demetz 26. maí

13 maí Inntökupróf í Söngskóla Sigurðar Demetz 26. maí

Innritanir fyrir komandi skólaár, 2016-17,  í Söngskóla Sigurðar Demetz eru hafnar og er hægt að skrá sig hér á heimasíðu skólans.

Inntökupróf verða 26. maí næstkomandi og verða haldin í húsnæði skólans að Ármúla 44, 3ju hæð (gengið inn frá Grensásvegi en á jarðhæð er verslunin Rekkjan).  Þeim sem vilja leyfa okkur að heyra í sér er gert að mæta (með nótur séu nemendur í efri stigum – fyrir grunnstigsnemendur sem ekki hafa sungið við undirleik áður getum við fundið viðeigandi verkefni).

Skólinn tekur á móti nemendum í grunn-, mið- og framhaldsstig auk þess sem við höfum kennt fjórðaþreps nemendum. Úrval kennara er við skólan finnið þið á slóð hér.  Skólinn býður einnig upp á söngleikjadeild í grunn- og miðstigi en sungið er fyrir í þá deild 25.maí.

Laugardaginn 14. maí verður opinn dagur í skólanum þar sem hægt er að kynna sér starfsemina. Frekari upplýsingar um skólann er einnig hægt að finna á heimasíðu okkar www.songskoli.is, í síma 552 0600 eða með því að senda fyrirspurn á songskoli@songskoli.is

Það er spennandi skólaár framundan er við erum stolta vetrinum sem er að líða enda liggja eftir okkur þrjár vel heppnaðar sýningar og óteljandi nemendatónleikar.

Hægt er að smella hér til að fá beinan aðgang að umsóknum.

Engar athugasemdir

Setja inn athugasemd