Söngskóli Sigurðar Demetz | Valgerður G. Guðnadóttir
16297
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-16297,page-child,parent-pageid-15776,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-9.1.3,wpb-js-composer js-comp-ver-4.11.1,vc_responsive
 

Valgerður G. Guðnadóttir

Starfsferill

Valgerður Guðnadóttir nam við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og hélt eftir útskrift þaðan til London þar sem hún stundaði söngnám hjá prof. Lauru Sarti við Guildhall School of Music and Drama.

Hún hóf söngferil sinn með hlutverki Maríu í West Side Story í Þjóðleikhúsinu 18 ára gömul. Síðan þá hefur hún sungið og leikið á ólíkum vettvangi, t.d. hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Íslensku Óperunni. Valgerður hefur komið víða fram sem einsöngvari hér heima og erlendis, m.a. á opnunarhátíð Hörpu og með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Valgerður söng hlutverk Maríu í Söngvaseiði og hlaut fyrir það Grímuna, Íslensku leiklistarverðlaunin, sem Söngvari ársins. Valgerður hefur farið með mörg hlutverk á ferlinum, allt frá söngleikjum til óperu eins og t.d. Fantine í Vesalingunum, Papagenu í Töfraflautunni, Mercedes í Carmen og Barbarinu í Brúðkaupi Fígarós. Síðastliðið haust fór hún með hlutverk Bertu í Rakaranum frá Sevilla hjá Íslensku Óperunni en fyrir það hlutverk hlaut hún á dögunum tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem söngkona ársins í flokknum sígild- og samtímatónlist. Í febrúar s.l. fór hún með eina einsöngshlutverkið, hlutverk Völvunnar í verki Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar, Völuspá ásamt kór og sinfóníuhljómsveit.